Hvað er hægt að gera á svæðinu?

Þetta er algengasta spurningin sem við fáum frá gestunum okkar.

Það er í rauninni auðvelt að sækja sér upplyftingu frá fábreyttu lífi í heimsfaraldrinum, líka yfir vetrartímann á Íslandi.

Afslöppuð og nærandi viðvera með nægri dægradvöl

Komdu og gistu hjá okkur í Álftröð, taktu upp úr ferðatöskunum og komdu þér vel fyrir.  Við viljum gera þér lífið léttara og settum saman tillögur að fjölbreyttri dægradvöl í næsta nágrenni. Staðsetningin er kjörin!

Dægradvölin getur falið í sér útivist og hreyfingu á öllum erfiðleikastigum; úrvals veitingastaði og heimagerða matvöru; heimsóknir í menningarhús af ýmsu tagi.

Þó sundlaugar séu lokaðar þegar þetta er skrifað, þá er auðvelt að bæta Fontana, Gömlu lauginni og öðrum sundstöðum við dagskrána þegar opnað verður.

Munið að bóka veitingar fyrirfram

Hafið í huga að flestir veitingastaðir óska eftir bókunum hvort sem er fyrir hádegisverð eða kvöldverð.

Komudagur

Ökutími frá höfuðborgarsvæðinu að Álftröð er um klukkutími og tuttugu mínútur.

Dægradvöl:  Heilsuhringurinn í Hveragerði, 2,6 km eða 4 km löng gönguleið með æfingastöðvum við stíginn.

Hádegisverður:  Skyrgerðin, Hveragerði eða Tryggvaskála, Selfossi

Dægradvöl:  Söguskiltin og lystigarðurinn Fossflöt.

Kvöldverður:  Restaurant Mika, Reykholti (20 mín.) Munið eftir handgerða súkkulaðinu!

Dagur tvö: Efstidalur – Brúarfoss

Dægradvöl:  Við mælum með skemmtilegri göngu á einn af stöðunum sem erlendir ferðamenn hafa uppgötvað á samfélagsmiðlum: Brúarárfoss (30 mín)

Hádegisverður:  Efsti-Dalur Ferðamannafjós þar sem fylgjast má með mjöltum, ís- og ostagerð ásamt því að borða veitingar beint frá býli á veitingastað og í ísbúð.

Kvöldverður: Héraðsskólinn, Laugarvatni. Þægilegt er að skipta deginum í tvennt, fyrst gönguferð og hádegishressing, slappa af heima á gistihúsinu og fara svo í kvöldmat á Laugarvatni.  Eða taka daginn rólega og tengja þetta saman í eina ferð.

Dagur þrjú

Í vinnslu

HÁDEGISVERÐUR

KVÖLDVERÐUR

ÁHUGAVERÐIR STAÐIR

shs_004832_032b

Landmannalaugar

Comments off.

Landmannalaugar er íslensk laug og vinsæll ferðamannastaður á Fjallabaksleið nyrðri austur af Heklu. Vegur þangað er aðeins fær að sumarlagi.

Skoða nánar
gullfoss-139035_1280

Gullfoss

Comments off.

Glæsilegasti foss landsins og stórkostleg náttúruperla sem er aðeins í 10 kílómetra fjarlægð frá Geysi. Fossinn fellur yfir tvær klappir, alls ...

Skoða nánar
kerlingafjöll

Kerlingarfjöll

Comments off.

Kerlingarfjöll er fjallgarður á hálendi Íslands nálægt Kili. Jarðvegur er sums staðar rauður á svæðinu vegna eldvirkni þar.

Skoða nánar

UM ÁLFTRÖÐ

Álftröð er nýtt gistihús, staðsett í 35 km frá Selfossi. Það er 360° fjallasýn frá gistihúsinu og útsýni yfir sum frægustu eldfjöll Íslands eins og Heklu, Eyjafjallajökul og Tindfjöll. Í nágrenninu er hægt að finna góðar gönguleiðir og áhugaverða sögustaði.

Í húsinu eru svefnrými fyrir 20+ manns í 9 herbergjum. Öll herbergin eru með skrifsborðsaðstöðu og gestir geta notið fjallaútsýnis úr herberginu. Það er baðherbergi með sturtu og wc í hverju herbergi og hafa gestir aðgang að sameiginleiginlegri setustofu. Ókeypis WiFi er í húsinu. Úti á verönd er heitur pottur sem gestir hafa frjálsan aðgang að. Píanó er til staðar í húsinu. Morgunmatur innifalinn.

Fjarlægð frá Reykjavík er um 90 km.

UMSAGNIR VIÐSKIPTAVINA