Hvað er hægt að gera á svæðinu?

Þetta er algengasta spurningin sem við fáum frá gestunum okkar.

Það er í rauninni auðvelt að sækja sér upplyftingu frá fábreyttu lífi í heimsfaraldrinum, líka yfir vetrartímann á Íslandi.

Afslöppuð og nærandi viðvera með nægri dægradvöl

Komdu og gistu hjá okkur í Álftröð, taktu upp úr ferðatöskunum og komdu þér vel fyrir.  Við viljum gera þér lífið léttara og settum saman tillögur að fjölbreyttri dægradvöl í næsta nágrenni. Staðsetningin er kjörin!

Dægradvölin getur falið í sér útivist og hreyfingu á öllum erfiðleikastigum; úrvals veitingastaði og heimagerða matvöru; heimsóknir í menningarhús af ýmsu tagi. 

Munið að bóka veitingar fyrirfram

Hafið í huga að flestir veitingastaðir óska eftir bókunum hvort sem er fyrir hádegisverð eða kvöldverð.

Hér er ágrip af dagskránni:

Komudagur

Útivist – Vetrarbrautin

Heilsuhringurinn er 2,6 km gönguleið með æfingastöðvum við stíginn

Fjölnota-spor sem hjólandi, gangandi, hlaupandi og skíðandi geta nýtt sér í dalnum ofan við Hveragerði.

Skyrgerðin Hveragerði
Skyrgerðin Hveragerði

Dagur tvö

Efstidalur – Brúarfoss
HLÖÐULOFTIÐ RESTAURANT

Brúarfoss

Brúarfoss

Dagur þrjú

Reykholt – Haukadalur

Haukadalsskógur

Haukadalsskógur
Einn stærsti þjóðskógur Suðurlands

Dagur fjögur

Brúarhlöð – Gullfoss að austan

Minilik Restaurant

Beint frá heitustu Afríku! HIÐ SÉRSTAKA BRAGÐ FRÁ EÞÍÓPÍU
Beint frá heitustu Afríku!
HIÐ SÉRSTAKA BRAGÐ FRÁ EÞÍÓPÍU

FIMM DAGA DÆGRADVÖL - ÁTTA DAGA UPPLIFUN

Bókaðu 4 eða 7 nátta dægradvöl

ÁHUGAVERÐIR STAÐIR

Landmannalaugar

Comments off.

Landmannalaugar er íslensk laug og vinsæll ferðamannastaður á Fjallabaksleið nyrðri austur af Heklu. Vegur þangað er aðeins fær að sumarlagi.

Skoða nánar

Gullfoss

Comments off.

Glæsilegasti foss landsins og stórkostleg náttúruperla sem er aðeins í 10 kílómetra fjarlægð frá Geysi. Fossinn fellur yfir tvær klappir, alls ...

Skoða nánar

Kerlingarfjöll

Comments off.

Kerlingarfjöll er fjallgarður á hálendi Íslands nálægt Kili. Jarðvegur er sums staðar rauður á svæðinu vegna eldvirkni þar.

Skoða nánar

UM ÁLFTRÖÐ

Álftröð er nýtt gistihús, staðsett í 35 km frá Selfossi. Það er 360° fjallasýn frá gistihúsinu og útsýni yfir sum frægustu eldfjöll Íslands eins og Heklu, Eyjafjallajökul og Tindfjöll. Í nágrenninu er hægt að finna góðar gönguleiðir og áhugaverða sögustaði.

Í húsinu eru svefnrými fyrir 20+ manns í 9 herbergjum. Öll herbergin eru með skrifsborðsaðstöðu og gestir geta notið fjallaútsýnis úr herberginu. Það er baðherbergi með sturtu og wc í hverju herbergi og hafa gestir aðgang að sameiginleiginlegri setustofu. Ókeypis WiFi er í húsinu. Úti á verönd er heitur pottur sem gestir hafa frjálsan aðgang að. Píanó er til staðar í húsinu. Morgunmatur innifalinn.

Fjarlægð frá Reykjavík er um 90 km.

UMSAGNIR VIÐSKIPTAVINA