Hreint og öruggt.

Ferðamálastofa hefur sett af stað verkefni sem byggir á erlendri fyrirmynd og ber heitið Hreint og öruggt / Clean & Safe. Verkefninu er ætlað að hjálpa ferðaþjónustuaðilum að taka á ábyrgan hátt á móti viðskiptavinum sínum þannig að þeir upplifi sig örugga um leið og þeir skapa góðar minningar.

Loforð til viðskiptavina

  • Við fylgjum tilmælum yfirvalda og förum eftir gildandi sóttvarnareglum.
  • Við leggjum mikla áherslu á þrif og sóttvarnir og förum eftir leiðbeiningum Landlæknisembættisins.
  • Við þrífum sameiginlega snertifleti vel og reglulega og vöndum öll þrif.
  • Við upplýsum og þjálfum starfsfólk reglulega um auknar áherslur á þrif og sóttvarnir.
  • Við upplýsum og leiðbeinum viðskiptavinum um áherslur okkar á þrif og sóttvarnir.
  • Við leggjum mikla áherslu á einstaklingsbundnar sóttvarnir; handþvott, notkun á handspritti,
  • grímu og hönskum.
  • Við hugum vel að nándarmörkum.
  • Við notum snertilausar lausnir eins og kostur er.
  • Við hvetjum viðskiptavini til að huga vel að persónulegu hreinlæti og sóttvörnum.

Hreint og öruggt er viðurkennt af WTTC.

Við vonum að upplifun þín verði ánægjuleg.

Ef við getum gert betur, vinsamlegast láttu okkur vita