Landmannalaugar

shs_004832_032bLandmannalaugar er íslensk laug og vinsæll ferðamannastaður á Fjallabaksleið nyrðri austur af Heklu. Vegur þangað er aðeins fær að sumarlagi.
Mikill jarðhiti er í Landmannalaugum og vinsæl náttúruböð. Jarðhitinn tengist einu mesta háhitasvæði landsins, Torfajökulssvæðinu. Landmannalaugar eru rómaðar fyrir náttúrufegurð og litríkt berg, þar er mikið um líparít og líparíthraun, hrafntinnu o. fl. Vinsæl gönguleið Laugavegurinn liggur milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Vanalegt er að ganga þá leið á fjórum dögum en stundum er bætt við ferð allt til Skóga yfir Fimmvörðuháls milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls.

 

Gullfoss

gullfoss-139035_1280Glæsilegasti foss landsins og stórkostleg náttúruperla sem er aðeins í 10 kílómetra fjarlægð frá Geysi. Fossinn fellur yfir tvær klappir, alls 32 metra niður í langt og hrikalegt gljúfur. Fossinn er í jökulánni Hvítá sem á upptök sín undir Langjökli og rennur til sjávar eftir 133 km leið. Fossinn er bæði tignalegur, máttugur og ótrúlega fallegur.

Sá sem að upplifir Gullfoss með eigin augum, vatnskraftinn sem dembir sér með látum í djúpið, drunurnar og titringinn en um leið upplifir hvernig sólin málar regnboga í vatnsúðan skilur allt í einu að fegurð og ógnarkraftur þurfa ekki að vera aðskilin hugtök.

Þarna er máttur nátttúrunnar að verki í sinni fegurstu mynd.

Kerlingarfjöll

kerlingafjoll kerlingafjöll kerlingafjöll2

 

 

 

 

 

 

Kerlingarfjöll er fjallgarður á hálendi Íslands nálægt Kili. Jarðvegur er sums staðar rauður á svæðinu vegna eldvirkni þar. Jarðefni úr hverum á svæðinu eru gul, rauð og græn. Vinsælt skíðasvæði var í Kerlingarfjöllum en það var aflagt árið 2000.