Landmannalaugar

shs_004832_032bLandmannalaugar er íslensk laug og vinsæll ferðamannastaður á Fjallabaksleið nyrðri austur af Heklu. Vegur þangað er aðeins fær að sumarlagi.
Mikill jarðhiti er í Landmannalaugum og vinsæl náttúruböð. Jarðhitinn tengist einu mesta háhitasvæði landsins, Torfajökulssvæðinu. Landmannalaugar eru rómaðar fyrir náttúrufegurð og litríkt berg, þar er mikið um líparít og líparíthraun, hrafntinnu o. fl. Vinsæl gönguleið Laugavegurinn liggur milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Vanalegt er að ganga þá leið á fjórum dögum en stundum er bætt við ferð allt til Skóga yfir Fimmvörðuháls milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls.

 

Gullfoss

gullfoss-139035_1280Glæsilegasti foss landsins og stórkostleg náttúruperla sem er aðeins í 10 kílómetra fjarlægð frá Geysi. Fossinn fellur yfir tvær klappir, alls 32 metra niður í langt og hrikalegt gljúfur. Fossinn er í jökulánni Hvítá sem á upptök sín undir Langjökli og rennur til sjávar eftir 133 km leið. Fossinn er bæði tignalegur, máttugur og ótrúlega fallegur.

Sá sem að upplifir Gullfoss með eigin augum, vatnskraftinn sem dembir sér með látum í djúpið, drunurnar og titringinn en um leið upplifir hvernig sólin málar regnboga í vatnsúðan skilur allt í einu að fegurð og ógnarkraftur þurfa ekki að vera aðskilin hugtök.

Þarna er máttur nátttúrunnar að verki í sinni fegurstu mynd.

Kerlingarfjöll

kerlingafjoll kerlingafjöll kerlingafjöll2

 

 

 

 

 

 

Kerlingarfjöll er fjallgarður á hálendi Íslands nálægt Kili. Jarðvegur er sums staðar rauður á svæðinu vegna eldvirkni þar. Jarðefni úr hverum á svæðinu eru gul, rauð og græn. Vinsælt skíðasvæði var í Kerlingarfjöllum en það var aflagt árið 2000.

Skógafoss


SkogafossSkógafoss er 60 m hár og 25 m breiður foss í Skógá við Skóga í Rangárþingi eystra á Íslandi. Fossinn var friðlýstur árið 1987 og telst náttúruvætti. Sögusagnir segja að í helli bak við fossinn hafi landnámsmaðurinn Þrasi Þórólfsson kastað gullkistu sinni.

Geysir


geysirGeysir í Haukadal er goshver sem nú til dags lætur lítið á sér kræla. Geysir er einn frægasti goshver í heimi. Margir fleiri hverir eru á Geysissvæðinu, til dæmis Strokkur, Smiður og Litli-Strokkur.
Geysis er fyrst getið með nafni árið 1647 og er þá mikill og ákafur goshver, en á þeim tímum gat hann gosið nokkuð reglulega. Þá þeyttu hann vatni 60 til 80 metra upp í loftið. Fyrir árið 1845 varð hann allt að 170 metrar. [heimild vantar] Eftir árið 1900 dró mikið úr gosvirkni hans og var kólnunarflötur vatnsins (yfirborðið) orðið of stórt. Þá var brugðið á það ráð að gera skurð úr hvernum til að leiða á brott umfram-magn af vatni til að létta undir með hvernum. Einnig var losað út í hann 100 kg af handsápu til að vatnið myndi snöggsjóða. Eftir Suðurlandsskjálftana sumarið 2000 tók Geysir aftur að gjósa en hefur nú dregið sig í hlé.

Þingvellir


ingvellir-334242_1280Þjóðgarðurinn á Þingvöllum (62 km) er undurfagur og ógleymanlegur staður við norðurenda Þingvallavatns, stærsta stöðuvatns á Íslandi. Hér var hið forna Alþingi stofnað árið 930, kristni lögtekin árið 1.000 og íslenska lýðveldið formlega stofnað 17. júní 1944. Þingvellir eru því nánast helgur staður í huga margra Íslendinga. Þeir eru einnig merkur staður í heimi jarðfræðinnar því að að hér má sjá á þurru landi skilin milli Ameríku- og Evrasíuflekans. Margar merktar gönguleiðir. Í gestastofu þjóðgarðsins er margmiðlunarsýning um sögu og náttúru Þingvalla (opin daglega allt árið 09:00-17:00). Þar einnig minjagripaverslun og upplýsingamiðstöð.

Gamla Laugin á Flúðum


Gamla laugin ætti án efa að vera einn af þeim viðkomustöðum sem þú skoðar á ferðlagi þínu um suðurlandið. Staðsetning laugarinnar er í Hverahólmanum á Flúðum en þar má meðal annars finna lítinn goshver sem gýs á nokkurra mínútna fresti. Laugin sjálf hefur nú verið endurbyggð og opnaði formlega eftir breytingarnar þann 7. júní 2014. Við endurbyggingu laugarinnar var leitast við að halda í sérstöðu laugarinnar gamlar hefðir tengdar lauginni og umhverfi hennar. Að baða sig í Gömlu lauginni er einstök upplifun allt árið um kring en vatnið í lauginni er 38-40 °C heitt allt árið. Hverasvæðið umhverfis laugina gefur dulúðugan blæ þar sem hægt er að ofa á hverinn gjósa og á veturna má gjarnan sjá norðurljósin dansa yfir gömlu lauginni.

 

Skálholt


IMG_8348Skálholt er einn af mikilvægustu sögustöðum á Íslandi. Fyrsti biskupinn í Skálholti, Ísleifur, var vígður í Bremen árið 1056. Hann var sonur eins af leiðtogum kristinna manna á Alþingi árið 1000 og voru þeir frændur Ólafs konungs Tryggvasonar.

Gissur, sonur Ísleifs, varð næsti biskup og gaf hann kirkjunni Skálholt með þeim ummælum að meðan kristni og byggð héldist í landinu ætti Skálholt að vera biskupsstóll. Frá Skálholti var hin unga kirkja skipulögð. Þar varð mikilvægasta miðstöð mennta og stjórnsýslu í margar aldir. Í kirknatali Páls Jónssonar biskups frá því um 1200 er sagt að Skálholt sé dýrlegastur bæja á Íslandi.

Frægastur Skálholtsbiskupa er eflaust Þorlákur helgi sem dó 1193 og hefur verið nefndur verndardýrlingur Íslendinga. Eftir siðbreytinguna á 16. öld hélt Skálholt mikilvægi sínu sem skólasetur og kirkjuleg menningarmiðstöð. Í gegnum skólahaldið í Skálholti og á Hólum bárust erlend menningaráhrif til landsins og þar var oft veitt sú forysta sem þurfti til að varðveita hinn íslenska menningararf.

Skálholtsstað er enn verið að byggja upp og er stefnt að því að hann verði bæði fjölsóttur ferðamannastaður og kyrrlátur staður fyrir þá sem hér dvelja, auk þess að vera fræðasetur. Von þeirra sem að þessari uppbyggingu standa er að Skálholt verði í framtíðinni ennþá staður sem skiptir miklu máli fyrir land og þjóð

– Efni frá http://skalholt.is/skalholtsstadur/

Þjórsárdalur


háifoss, þjorsárdalur hjalparfossÞjórsárdalur (37 km) er við jaðar miðhálendisins, skammt frá rótum eld¬fjallsins Heklu, fallegt svæði þar sem mætast miklar andstæður, gróðurlítið land, kjarrbreiður og grænar gróðurvinjar. Í dalnum, sem lagðist í eyði í Heklugosi árið 1104, má m.a. sjá endurgerð af bæ frá þjóðveldisöld. Hér er sannkölluð paradís fyrir göngufólk og náttúruunnendur og skammt frá veginum um dalinn er hrífandi fallegur foss, Hjálparfoss. Upp úr dalnum má aka áleiðis inn á hálendið eftir ágætum vegi með bundnu slitlagi sem hefur verið lagður í tengslum við virkjanir í jökulfljótinu Þjórsá.tjodveldisbaerinn

Laugarvatn


Laugarvatn er rúmlega 2 ferkílómetrar að flatarmáli, grunnt og gróðursælt. Heitar uppsprettur eru víða í vatninu og á vatnsbakkanum. Laugarvatn hefur lengi verið vinsæll áningastaður ferðamanna og rómaður sumardvalarstaður.

„Byggð á Laugarvatni er gömul. Treysti menn Njálu og Kristnisögu sem heimildum er þar byggð um árið 1000. Í Víkingsmáldaga 1397 er getið um kirkju á Laugarvatni. Samkvæmt Gíslamáldaga er þar hálfkirkja 1575. Ekki er vitað nú hvenær þetta guðshús var aflagt. Annað mat gilti fyrrum um gögn og gæði jarða en nú er, og gildir þá einu hvort átt er við opinbert mat eða almennan skilning þessara orða. Laugarvatn mun alltaf hafa verið í hópi betri jarða en þó ekki afburða jörð í mati.” (Sunnlenskar byggðir III bls. 31, Búnaðarsamband Suðurlands 1983)

Laugarvatn hefur byggst upp sem skólasetur allt frá árinu 1928 þegar Héraðsskólinn að Laugarvatni var byggður. Í kjölfarið var Íþróttakennaraskólinn á Laugarvatni stofnaður árið 1932 og Menntaskólinn á Laugarvatni 1953. Hússtjórnarskóli starfaði á Laugarvatni á árunum 1942 – 1986. Grunnskóli hefur verið starfræktur á Laugarvatni frá árinu 1934. Kennaraháskóli Íslands, nú Háskóli Íslands, hefur byggt upp háskólanám í íþrótta- og heilsufræði, með áherslu á útivist, heilsutengda þjónustu og nýtir til þess aðstöðu sem áður hýsti Hússtjórnarskólann og þau íþróttamannvirki sem byggð hafa verið á staðnum.