Gamla Laugin á Flúðum


Gamla laugin ætti án efa að vera einn af þeim viðkomustöðum sem þú skoðar á ferðlagi þínu um suðurlandið. Staðsetning laugarinnar er í Hverahólmanum á Flúðum en þar má meðal annars finna lítinn goshver sem gýs á nokkurra mínútna fresti. Laugin sjálf hefur nú verið endurbyggð og opnaði formlega eftir breytingarnar þann 7. júní 2014. Við endurbyggingu laugarinnar var leitast við að halda í sérstöðu laugarinnar gamlar hefðir tengdar lauginni og umhverfi hennar. Að baða sig í Gömlu lauginni er einstök upplifun allt árið um kring en vatnið í lauginni er 38-40 °C heitt allt árið. Hverasvæðið umhverfis laugina gefur dulúðugan blæ þar sem hægt er að ofa á hverinn gjósa og á veturna má gjarnan sjá norðurljósin dansa yfir gömlu lauginni.