Gullfoss

gullfoss-139035_1280Glæsilegasti foss landsins og stórkostleg náttúruperla sem er aðeins í 10 kílómetra fjarlægð frá Geysi. Fossinn fellur yfir tvær klappir, alls 32 metra niður í langt og hrikalegt gljúfur. Fossinn er í jökulánni Hvítá sem á upptök sín undir Langjökli og rennur til sjávar eftir 133 km leið. Fossinn er bæði tignalegur, máttugur og ótrúlega fallegur.

Sá sem að upplifir Gullfoss með eigin augum, vatnskraftinn sem dembir sér með látum í djúpið, drunurnar og titringinn en um leið upplifir hvernig sólin málar regnboga í vatnsúðan skilur allt í einu að fegurð og ógnarkraftur þurfa ekki að vera aðskilin hugtök.

Þarna er máttur nátttúrunnar að verki í sinni fegurstu mynd.