Þingvellir


ingvellir-334242_1280Þjóðgarðurinn á Þingvöllum (62 km) er undurfagur og ógleymanlegur staður við norðurenda Þingvallavatns, stærsta stöðuvatns á Íslandi. Hér var hið forna Alþingi stofnað árið 930, kristni lögtekin árið 1.000 og íslenska lýðveldið formlega stofnað 17. júní 1944. Þingvellir eru því nánast helgur staður í huga margra Íslendinga. Þeir eru einnig merkur staður í heimi jarðfræðinnar því að að hér má sjá á þurru landi skilin milli Ameríku- og Evrasíuflekans. Margar merktar gönguleiðir. Í gestastofu þjóðgarðsins er margmiðlunarsýning um sögu og náttúru Þingvalla (opin daglega allt árið 09:00-17:00). Þar einnig minjagripaverslun og upplýsingamiðstöð.