Þjórsárdalur (37 km) er við jaðar miðhálendisins, skammt frá rótum eld¬fjallsins Heklu, fallegt svæði þar sem mætast miklar andstæður, gróðurlítið land, kjarrbreiður og grænar gróðurvinjar. Í dalnum, sem lagðist í eyði í Heklugosi árið 1104, má m.a. sjá endurgerð af bæ frá þjóðveldisöld. Hér er sannkölluð paradís fyrir göngufólk og náttúruunnendur og skammt frá veginum um dalinn er hrífandi fallegur foss, Hjálparfoss. Upp úr dalnum má aka áleiðis inn á hálendið eftir ágætum vegi með bundnu slitlagi sem hefur verið lagður í tengslum við virkjanir í jökulfljótinu Þjórsá.