Álftröð gistiheimili

Gestabók_100x133Gistihúsið Álftröð á Skeiða og Gnúpverjahrepp er staðsett í miðjum uppsveitum Árnessýslu við veg nr. 324. Aðkoma er frá Skálholtsvegi, vegur nr. 31. Frábær staðsetning til skoðunarferða um sunnanvert landið þar sem eru heimskunnar náttúruperlur eins og Þingvellir, Gullfoss, Geysir, Þjórsárdal, Landmannalaugar og Kerlingarfjöll.

Herbergi með sérbaðhergi og morgunverður í boði.
Opið allt árið.

Adstada_1000x200

Gistihúsið Álftröð á Skeiðum er í 30 mínútna akstursfæri frá Gullfossi og Geysi og í 40 mínútna akstursfæri frá Þingvöllum. Það er 360° fjallasýn frá gistihúsinu og útsýni yfir sum frægustu eldfjöllin á Íslandi eins og Heklu, Eyjafjallajökul og Tindfjöll.

Öll herbergin eru með sætisaðstöðu, sturtu og fallegu fjallaútsýni.

Tekk Ókeypis bílastæði
Tekk Frítt WIFI
Tekk Bar

Boðið er upp á ókeypis afnot af heitum potti, verönd, setustofu og upplýsingaborð ferðaþjónustu. Úrval af afþreyingu er í nágrenninu, þar á meðal gönguferðir, hestaleigur og gólfvöllur.

Álftröð notar eingöngu hreina og endurnýjanlega orku. Allt heitt vatn kemur frá borholu í nágrenninu en kalt vatn frá Vörðufelli (norðvestan við Álftröð).

Rafmagn kemur frá virkjun við Þjórsá sem er skammt frá gistihúsinu. Allar perur sem notaðar eru á Álftröð eru LED. Allt sorp sem til fellur er flokkað.

hestaferð-2015-342